Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 07:23 Menn bíða nú boðaðra hefndaraðgerða Íran og Hamas vegna drápsins á Haniyeh. AP/Vahid Salemi Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira