Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið.
„Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti.
Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum.
Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“

Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra.
„Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís.
Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“
Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum.

Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart.
„Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð.
Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma.
Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“
Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum:




