Banna trúfélög sem tengjast rússnesku kirkjunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 12:31 Hellaklustrið í Kænugarði, einn helgasti staður rétttrúaðra í Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni. Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira