Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 23:26 Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir eru fædd og uppalin í Grindavík. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. „Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent