Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 15:52 Lögreglan biðlar til vegfarenda að sýna lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki tillitsemi. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21