Stærsta gosið til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 19:54 Benedikt Ófeigsson segir yfirstandandi gos vera umtalsvert stærri en fyrri. Vísir/Samsett Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira