Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. ágúst 2024 11:41 Jóhann Hilmar Haraldsson stýrir aðgerðum á vettvangi á Breiðamerkurjökli. Vísir/Vilhelm Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. „Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann. Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann.
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira