Treystir því að Íslendingar geti klæðst öðru en svörtu Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Lilja, Asi Al Masri og GDRN. Myndir/wyomstudios Hin árlega FO-herferð UN Women á Íslandi fer formlega af stað föstudaginn 30. ágúst. FO-húfan 2024 var hönnuð í samstarfi við fatahönnuðinn Helgu Lilju Magnúsdóttur sem hannar undir merkjunum Helicopter og BAHNS og tekur hún einnig þátt í herferðinni. „Þegar UN Women á Íslandi nálgaðist mig vegna FO-húfunnar 2024, þá langaði mig strax að fara með þau á aðeins aðrar slóðir en húfurnar hafa verið hingað til, sem eru dökkir tónar. Við ákváðum að styðjast við bláa lit Sameinuðu þjóðanna og treysta á að Íslendingar séu til í að klæðast öðrum litum en svörtum,“ segir Helga Lilja. Húfan er framleidd af VARMA og kemur í tveimur sniðum, sem hin fullkomna „kollhúfa“ og sem hefðbundin húfa með einföldu uppábroti. Húfan kostar 5.900 kr. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga tekur þátt í FO-herferð UN Women á Íslandi í ár eins og GDR, Una Torfadóttir, Jón Jónsson, Margrét Rán Magnúsdóttir (RÁN), Emilíana Torrini, Alexander Jarl, Doctor Victor, IntroBeatz og fleiri. Eva Þóra er glæsileg með nýju FO-húfuna.Mynd/wyomstudios Auk þess er þar að finna systkinin Asil- og Suleiman Al Masri frá Palestínu og Noorinu Khalikyar frá Afganistan, en þau hafa öll fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Ljósmyndarinn Anna Maggý tók allt myndefni fyrir herferðina, ásamt ljósmyndaranum Rebekku Joe en saman mynda þær undir merkjum Wyom Studios. Þetta er í fimmta sinn sem Anna Maggý myndar FO-herferð UN Women á Íslandi. Um er að ræða stærsta árlega söfnunarátak samtakanna. Í gegnum átakið, sem hófst árið 2015, hafa safnast meira en 100 milljónir króna til verkefna UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Í ár mun ágóðinn renna til verkefna UN Women í Súdan. Gleymda stríðið Í tilkynningu frá UN Women um herferðina segir að stríðið í Súdan hafi stundum verið kallað gleymda stríðið. Vopnuð átök hafa geisað í ríkinu nánast linnulaust frá árinu 2003. Þann 15. apríl árið 2023 brutust út átök á milli SAF og RSF, sem berjast um völd í landinu, og standa þau átök enn yfir. Alexander Jarl er flottur í bláu.Mynd/wyomstudios Að sögn UN Women hefur reynst erfitt að tryggja alþjóðlegt fjármagn í neyðar- og mannúðaraðstoð í Súdan þar sem ríkið er „erfið söluvara“ vegna þeirra áralöngu vopnuðu átaka sem þar hafa geisað. Staðan í Súdan sé þó sú að Sameinuðu þjóðirnar telji hana til stærstu mannúðarkrísa heims í dag. Meira en 11 milljónir hafa neyðst til að flýja heimili sín í kjölfar átakanna og vannæring er vaxandi vandamál í öllum héruðum Súdans, um 70% heilbrigðisstofnana eru óstarfhæf og 2/3 íbúa landsins hafa ekki greiðan aðgang að læknisþjónustu. Auk þess eru súdanskar konur gríðarlega berskjaldaðar fyrir kynferðislegu- og öðru kynbundnu ofbeldi og eru í raun ítrekað útsettar fyrir ofbeldi. Samkvæmt UN Women hafa komið upp um 5 milljón tilfella kynferðislegs- og kynbundins ofbeldis í Súdan. Þetta eru þó aðeins þau tilfelli sem vitað er um – rauntölur eru líklega margfalt hærri. „UN Women í Súdan hafa miklar áhyggjur af stöðu kvenna og stúlkna í kjölfar átakanna og sjá fram á að missa heilu kynslóðir kvenna og stúlkna vegna þeirra miklu líkamlegu, andlegu og efnahagslegu áfalla sem þær hafa upplifað, “ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Nánar er hægt að kynna sér starf UN Women í Súdan hér. Partý á Loft Til að fagna nýrri FO-húfu verður slegið til gleðskapar á Loft Hostel, Bankastræti 7, föstudaginn 30. ágúst frá 17 til 19. Léttar veitingar verða í boði Mist Iceland, Lava Cheese, Sætra Synda og fleiri. GDRN og Mammaðín stíga á svið og DJ Apex Anima mun þeyta skífum. Hægt verður að nálgast nýju FO-húfuna á staðnum. Herferðin er styrkt af Öryggismiðstöðinni, sem stendur straum af öllum framleiðslukostnaði FO-húfunnar og gerir UN Women á Íslandi kleift að senda allan ágóða út til verkefna UN Women í Súdan. Súdan Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. 25. júlí 2024 12:36 Börnum safnað saman og þau skotin Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. 9. maí 2024 16:01 Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12 Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016. 8. mars 2024 07:10 Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. 7. mars 2024 08:00 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Þegar UN Women á Íslandi nálgaðist mig vegna FO-húfunnar 2024, þá langaði mig strax að fara með þau á aðeins aðrar slóðir en húfurnar hafa verið hingað til, sem eru dökkir tónar. Við ákváðum að styðjast við bláa lit Sameinuðu þjóðanna og treysta á að Íslendingar séu til í að klæðast öðrum litum en svörtum,“ segir Helga Lilja. Húfan er framleidd af VARMA og kemur í tveimur sniðum, sem hin fullkomna „kollhúfa“ og sem hefðbundin húfa með einföldu uppábroti. Húfan kostar 5.900 kr. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga tekur þátt í FO-herferð UN Women á Íslandi í ár eins og GDR, Una Torfadóttir, Jón Jónsson, Margrét Rán Magnúsdóttir (RÁN), Emilíana Torrini, Alexander Jarl, Doctor Victor, IntroBeatz og fleiri. Eva Þóra er glæsileg með nýju FO-húfuna.Mynd/wyomstudios Auk þess er þar að finna systkinin Asil- og Suleiman Al Masri frá Palestínu og Noorinu Khalikyar frá Afganistan, en þau hafa öll fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Ljósmyndarinn Anna Maggý tók allt myndefni fyrir herferðina, ásamt ljósmyndaranum Rebekku Joe en saman mynda þær undir merkjum Wyom Studios. Þetta er í fimmta sinn sem Anna Maggý myndar FO-herferð UN Women á Íslandi. Um er að ræða stærsta árlega söfnunarátak samtakanna. Í gegnum átakið, sem hófst árið 2015, hafa safnast meira en 100 milljónir króna til verkefna UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Í ár mun ágóðinn renna til verkefna UN Women í Súdan. Gleymda stríðið Í tilkynningu frá UN Women um herferðina segir að stríðið í Súdan hafi stundum verið kallað gleymda stríðið. Vopnuð átök hafa geisað í ríkinu nánast linnulaust frá árinu 2003. Þann 15. apríl árið 2023 brutust út átök á milli SAF og RSF, sem berjast um völd í landinu, og standa þau átök enn yfir. Alexander Jarl er flottur í bláu.Mynd/wyomstudios Að sögn UN Women hefur reynst erfitt að tryggja alþjóðlegt fjármagn í neyðar- og mannúðaraðstoð í Súdan þar sem ríkið er „erfið söluvara“ vegna þeirra áralöngu vopnuðu átaka sem þar hafa geisað. Staðan í Súdan sé þó sú að Sameinuðu þjóðirnar telji hana til stærstu mannúðarkrísa heims í dag. Meira en 11 milljónir hafa neyðst til að flýja heimili sín í kjölfar átakanna og vannæring er vaxandi vandamál í öllum héruðum Súdans, um 70% heilbrigðisstofnana eru óstarfhæf og 2/3 íbúa landsins hafa ekki greiðan aðgang að læknisþjónustu. Auk þess eru súdanskar konur gríðarlega berskjaldaðar fyrir kynferðislegu- og öðru kynbundnu ofbeldi og eru í raun ítrekað útsettar fyrir ofbeldi. Samkvæmt UN Women hafa komið upp um 5 milljón tilfella kynferðislegs- og kynbundins ofbeldis í Súdan. Þetta eru þó aðeins þau tilfelli sem vitað er um – rauntölur eru líklega margfalt hærri. „UN Women í Súdan hafa miklar áhyggjur af stöðu kvenna og stúlkna í kjölfar átakanna og sjá fram á að missa heilu kynslóðir kvenna og stúlkna vegna þeirra miklu líkamlegu, andlegu og efnahagslegu áfalla sem þær hafa upplifað, “ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Nánar er hægt að kynna sér starf UN Women í Súdan hér. Partý á Loft Til að fagna nýrri FO-húfu verður slegið til gleðskapar á Loft Hostel, Bankastræti 7, föstudaginn 30. ágúst frá 17 til 19. Léttar veitingar verða í boði Mist Iceland, Lava Cheese, Sætra Synda og fleiri. GDRN og Mammaðín stíga á svið og DJ Apex Anima mun þeyta skífum. Hægt verður að nálgast nýju FO-húfuna á staðnum. Herferðin er styrkt af Öryggismiðstöðinni, sem stendur straum af öllum framleiðslukostnaði FO-húfunnar og gerir UN Women á Íslandi kleift að senda allan ágóða út til verkefna UN Women í Súdan.
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. 25. júlí 2024 12:36 Börnum safnað saman og þau skotin Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. 9. maí 2024 16:01 Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12 Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016. 8. mars 2024 07:10 Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. 7. mars 2024 08:00 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. 25. júlí 2024 12:36
Börnum safnað saman og þau skotin Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. 9. maí 2024 16:01
Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12
Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016. 8. mars 2024 07:10
Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. 7. mars 2024 08:00