Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 12:13 Bjarni Benediktsson fordæmir árásina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“ Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira