Áratugur í borginni Alexandra Briem skrifar 30. ágúst 2024 13:32 Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar