Áratugur í borginni Alexandra Briem skrifar 30. ágúst 2024 13:32 Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun