Hvað má mangó kosta? Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 30. ágúst 2024 14:02 Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Verslun Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun