Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 16:09 Brak úr rússneskri eldflaug lenti á þessum skóla í Kænugarði í nótt. AP/Vasilisa Stepanenko Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira