Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 07:50 Silja Bára sagði að menn ættu ekki endilega að taka Trump bókstaflega en alvarlega. „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“