Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 13:33 Frá Októberfest í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar. Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar.
Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira