Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rafleiðni hafi farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn 7. september ásamt því að vatnshæð árinnar hafi farið eilítið vaxandi og því talið að jökulhlaup sé hafið.
Engin hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul. Fylgst sé náið með framgangi mála.