Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2024 08:45 Maðurinn grunaði drenginn um að stela veip-pennum. Vísir/Einar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á barn og svipta það frelsi. Maðurinn sem var starfsmaður verslunar grunaði barnið um að hafa stolið „veip-pennum“ eða rafrettum sem voru til sölu í versluninni. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur. Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur.
Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira