Sá fyrirvari er settur á þessar tölur að þær geti tekið breytingum aftur í tímann.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í upplýsingum frá Umboðsmanni barna, sem hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um börn á biðlista. Nánar má lesa um upplýsingar frá umboðsmanni hér.
Í dag kynntu stjórnvöld 25 aðgerðir sem þau ætla fjármagna vegna ofbeldis barna.
„Maður auðvitað vonar það að þetta komi að góðu gagni og að þessir fjármunir muni skipta miklu máli,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna í samtali við fréttastofu.
Hún tekur þó fram að aðgerðir stjórnvalda séu almennt orðaðar í tilkynningunni. Hún vonast að á bak við tilkynninguna séu skýrar aðgerðir.
Líkt og áður segir eru tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldisbrotamálum fyrstu sex mánuði ársins eða til og með 30. júní á þessu ári. Á síðasta ári voru 121 barn með stöðu sakbornings í ofbeldisbrotamálum, og árið þar á undan 127 börn, og árið þar á undan 116. Þær tölur áttu við um allt árið.
Ef sakborningar verða jafn margir á seinni hluta árs og á fyrri hlutanum verður talan því tæplega 140 börn fyrir árið.
Börn sem eru sakborningar í kynferðisbrotamálum eru átta talsins fyrri hluta árs. Í fyrra voru þau þrettán allt árið og nítján árið þar á undan, og tuttugu árið þar á undan. Ef sakborningar verða jafn margir á seinni hluta árs og á fyrri hlutanum verður talan því sextán, sem er álíka mikið og síðustu ár.