Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 10:34 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti í gær að vísa tillögu um að hefja formlegar viðræður við nágrannasveitarfélögin Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ um sameiningu, annaðhvort eða bæði, til síðari umræðu. Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta. Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta.
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07