Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 15:22 Birkir Ágústsson, framkvæmdastjóri miðla, og Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar. Síminn Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að breytingarnar séu hluti af framtíðarsýn félagsins og endurspegli fyrst og fremst aukna áherslu á sölu, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Vésteinn Gauti leiðir auglýsingamiðlun Í tilkynningu segir að annað nýju sviðanna sé auglýsingamiðlun, sem sé nýtt tekjusvið þar sem auglýsingalausnir Símans og dótturfélagsins Billboard muni saman þróa og festa í sessi nútímalegar auglýsingalausnir ásamt frekari nýsköpun þar sem gögn og gervigreind spili stórt hlutverk. Vésteinn Gauti Hauksson sé nýr framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar en hann komi til Símans frá Billboard. Áður hafi Vésteinn starfað sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hafi áratugareynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla. Sjónvarpsefni og markaðsmál í eina sæng Miðlar sé nýtt svið þar sem sjónvarpsefni og markaðsmál sameinist undir stjórn Birkis Ágústssonar, sem taki sæti í framkvæmdastjórn. Sviðið muni stýra framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, innkaupum á erlendu sjónvarpsefni ásamt því að stýra ásýnd vörumerkis Símans. Nýtt svið muni styrkja Sjónvarp Símans Premium og hefja markaðslega sókn Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að efla sjónvarpsþjónustu Símans í heild sinni fram á við. Birkir hafi leitt innlenda dagskrárgerð hjá Símanum undanfarin ár við góðan orðstír, en starfað áður sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Áður hafi Birkir verið markaðssérfræðingur hjá Símanum og 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Fjármálasvið tekur yfir sjálfbærnimálin Þá segir í tilkynningu að sviðið sjálfbærni og menning hafi verið lagt niður sjálfbærnimál færist til fjármálasviðs en verði áfram unnin þvert á félagið. Flokkunarreglugerð ESB og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf kalli á stórauknar mælingar og upplýsingagjöf, sem fjármálasvið muni leiða. Við þessar breytingar muni Erla Ósk Ásgeirsdóttir láta af störfum hjá Símanum. „Ég geng stolt frá borði. Þetta hafa verið viðburðarrík ár hjá Símanum. Við höfum áorkað miklu saman sem við getum öll verið stolt af og ég óska starfsfólki Símans alls hins besta í framtíðinni enda einstakur mannauður sem starfar hjá Símanum,“ er haft eftir henni. Rökrétt framhald Haft er eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, að breytingarnar séu rökrétt framhald af þeirri þróun fyrirtækisins að leggja aukna áherslu á vöruþróun og þjónustuupplifun. „Ég vil þakka Erlu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til fyrirtækisins á síðustu árum. Erla hefur leitt stór verkefni innan Símans með góðum árangri, þar með talið endurmörkun vörumerksins, stefnumótunarvinnu og innleiðingu sjálfbærnistjórnkerfis. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“ Síminn Vistaskipti Sjálfbærni Fjarskipti Tengdar fréttir Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að breytingarnar séu hluti af framtíðarsýn félagsins og endurspegli fyrst og fremst aukna áherslu á sölu, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Vésteinn Gauti leiðir auglýsingamiðlun Í tilkynningu segir að annað nýju sviðanna sé auglýsingamiðlun, sem sé nýtt tekjusvið þar sem auglýsingalausnir Símans og dótturfélagsins Billboard muni saman þróa og festa í sessi nútímalegar auglýsingalausnir ásamt frekari nýsköpun þar sem gögn og gervigreind spili stórt hlutverk. Vésteinn Gauti Hauksson sé nýr framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar en hann komi til Símans frá Billboard. Áður hafi Vésteinn starfað sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hafi áratugareynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla. Sjónvarpsefni og markaðsmál í eina sæng Miðlar sé nýtt svið þar sem sjónvarpsefni og markaðsmál sameinist undir stjórn Birkis Ágústssonar, sem taki sæti í framkvæmdastjórn. Sviðið muni stýra framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, innkaupum á erlendu sjónvarpsefni ásamt því að stýra ásýnd vörumerkis Símans. Nýtt svið muni styrkja Sjónvarp Símans Premium og hefja markaðslega sókn Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að efla sjónvarpsþjónustu Símans í heild sinni fram á við. Birkir hafi leitt innlenda dagskrárgerð hjá Símanum undanfarin ár við góðan orðstír, en starfað áður sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Áður hafi Birkir verið markaðssérfræðingur hjá Símanum og 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Fjármálasvið tekur yfir sjálfbærnimálin Þá segir í tilkynningu að sviðið sjálfbærni og menning hafi verið lagt niður sjálfbærnimál færist til fjármálasviðs en verði áfram unnin þvert á félagið. Flokkunarreglugerð ESB og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf kalli á stórauknar mælingar og upplýsingagjöf, sem fjármálasvið muni leiða. Við þessar breytingar muni Erla Ósk Ásgeirsdóttir láta af störfum hjá Símanum. „Ég geng stolt frá borði. Þetta hafa verið viðburðarrík ár hjá Símanum. Við höfum áorkað miklu saman sem við getum öll verið stolt af og ég óska starfsfólki Símans alls hins besta í framtíðinni enda einstakur mannauður sem starfar hjá Símanum,“ er haft eftir henni. Rökrétt framhald Haft er eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, að breytingarnar séu rökrétt framhald af þeirri þróun fyrirtækisins að leggja aukna áherslu á vöruþróun og þjónustuupplifun. „Ég vil þakka Erlu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til fyrirtækisins á síðustu árum. Erla hefur leitt stór verkefni innan Símans með góðum árangri, þar með talið endurmörkun vörumerksins, stefnumótunarvinnu og innleiðingu sjálfbærnistjórnkerfis. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“
Síminn Vistaskipti Sjálfbærni Fjarskipti Tengdar fréttir Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00