Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2024 22:02 Sigrún Ágústsdóttir, nýr forstjóri Náttúruverndarstofu á kynningunni á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil tilhlökkun og ánægja er á Hvolsvelli með þá staðreynd að höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar, Náttúruverndarstofnunar verði á staðnum og skapi þannig nokkur ný störf. Nýja stofnunin tekur til starfa um næstu áramót. Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira