„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Vísir/Bjarni Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent