Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 21:03 Snorri Einarsson er yfirlæknir hjá Livio. Vísir/Einar Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri. Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri.
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira