Clark slegin í augað í frumraun Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:32 Caitlin Clark var bersýnilega þjáð eftir að hafa fengið högg í augað. Getty/M. Anthony Nesmith Eftir að hafa verið valin nýliði ársins í WNBA-deildinni í körfubolta, með fullt hús stiga, varð Caitlin Clark að sætta sig við stórt tap með Indiana Fever í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69. Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69.
Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03