Kenningar á kreik eftir ásakanir um kynferðisbrot Al-Fayed Jakob Bjarnar skrifar 30. september 2024 13:02 Nýjar ásakanir á hendur Mohamed Al-Fayed um kynferðisbrot hafa endurvakið gamlar samsæriskenningar um dauða Díönu prinsessu, og þar er af nógu að taka. vísir Þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingar, leita enn á djúpið í hlaðvarpi sínu um samsæriskenningar og nú er komið að tali um Díönnu prinsessu en þær ganga meðal annars út á það að breska krúnan hafi eitthvað að fela. Nýjar ásakanir á hendur Mohamed Al-Fayed um kynferðisbrot hafa endurvakið gamlar samsæriskenningar um eitt umdeildasta andlát seinni tíma – dauða Díönu prinsessu. Hefur breska krúnan eitthvað að fela? Hvað þá? Mohamed Al-Fayed, sem lést árið 2023, var lengi einn mesti málsvari samsæriskenninga um að breska krúnan hafi átt hlut að máli í dauða Díönu prinsessu og sonar hans, Dodi Al-Fayed. Ástæðan hafi verið að krúnan hafi ekki getað hugsað sér að fá múslima inn í konungsfjölskylduna. Eiríkur og Hulda stýra hlaðvarpinu Skuggavaldið sem hefur slegið í gegn meðal hlustenda en þar velta þau fyrir sér hinum ýmsu samsæriskenningum.vísir Nú, eftir að ásakanir um kynferðisbrot hafa komið fram gegn Mohamed, er málið á ný á allra vörum og vindur kominn í segl samsæriskenninga á ný. Gæti verið að nýjar upplýsingar um líf Al-Fayed og hvernig hylmt var yfir brot hans séu til marks um að fleira hafi verið í gangi bakvið tjöldin sem ekki hefur verið viðurkennt? Eru kenningarnar um samsæri kringum dauða Díönu ekki eins fjarstæðar og margir halda? Sviðsetti Díana dauða sinn? Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið – sem fjallar almennt um samsæriskenningar í sögu og samtíð – kafa Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, dýpra í samsæriskenningarnar sem enn lifa um þennan harmleik. Í fyrri þætti var rætt um slysið og aðdraganda þess en í þeim nýja er farið ofan samsæriskenningarnar sem spruttu í kjölfarið. Þótt opinberar skýrslur telji óumdeilt að Díana hafi látist í bílslysi, sem rekja má til ofsahraða og áfengis- og lyfjaneyslu bílstjórans, hefur fjöldi annarra mistrúverðugra útskýringa náð fótfestu. Sumar þeirra segja að MI6, leyniþjónusta Bretlands, hafi átt hlut að máli með skipunum frá Filippusi prins, og jafnvel með vitund og vilja Tony Blair sem þá var nýtekinn við sem forsætisráðherra Bretlands. Samsæriskenningasmiðir, með Mohamed fremstan í flokki, hafa samið fjölda flókinna frásagna af atburðunum þessa örlgararíku nótt í París. Sumir vilja meina að Díana hafi sviðsett eigin dauða og aðrir að vopnaframleiðendur hafi viljað hana feiga vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ósamræmi í opinberum rannsóknum Máli sínu til stuðnings vísa kenningasmiðirnir gjarnan til ýmiss konar ósamræmis í opinberum rannsóknum á málinu. Þó að þessum grunsemdum hafi verið hafnað í mörgum rannsóknum og skýrslum, þar á meðal rannsókn sem leiddi í ljós árið 2008 að dauða þeirra mætti rekja til stórfellds gáleysis bílstjóra þeirra, Henri Paul, og ágengrar eftirsóknar eltismella, hefur aldrei tekist að kveða þessar kenningar í kútinn. Í kjölfar nýlegrar afhúpunar BBC af meintum kynferðisbrotum Mohamed Al-Fayed hafa vaknað auknar efasemdir um trúverðugleika Al-Fayed og frásagna hans. En sumir samsæriskenningasmiðir hafa svo þvert á móti haldið því fram að ásakanirnar hafi beinlínis verið settar fram til þess að gera Al-Fayed tortryggilegan í viðleitni til að bæla niður frekari rannsóknir á dauða Díönu. Skuggavaldið hefur slegið í gegn og nú eru þrír þættir aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Bretland Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Nýjar ásakanir á hendur Mohamed Al-Fayed um kynferðisbrot hafa endurvakið gamlar samsæriskenningar um eitt umdeildasta andlát seinni tíma – dauða Díönu prinsessu. Hefur breska krúnan eitthvað að fela? Hvað þá? Mohamed Al-Fayed, sem lést árið 2023, var lengi einn mesti málsvari samsæriskenninga um að breska krúnan hafi átt hlut að máli í dauða Díönu prinsessu og sonar hans, Dodi Al-Fayed. Ástæðan hafi verið að krúnan hafi ekki getað hugsað sér að fá múslima inn í konungsfjölskylduna. Eiríkur og Hulda stýra hlaðvarpinu Skuggavaldið sem hefur slegið í gegn meðal hlustenda en þar velta þau fyrir sér hinum ýmsu samsæriskenningum.vísir Nú, eftir að ásakanir um kynferðisbrot hafa komið fram gegn Mohamed, er málið á ný á allra vörum og vindur kominn í segl samsæriskenninga á ný. Gæti verið að nýjar upplýsingar um líf Al-Fayed og hvernig hylmt var yfir brot hans séu til marks um að fleira hafi verið í gangi bakvið tjöldin sem ekki hefur verið viðurkennt? Eru kenningarnar um samsæri kringum dauða Díönu ekki eins fjarstæðar og margir halda? Sviðsetti Díana dauða sinn? Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið – sem fjallar almennt um samsæriskenningar í sögu og samtíð – kafa Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, dýpra í samsæriskenningarnar sem enn lifa um þennan harmleik. Í fyrri þætti var rætt um slysið og aðdraganda þess en í þeim nýja er farið ofan samsæriskenningarnar sem spruttu í kjölfarið. Þótt opinberar skýrslur telji óumdeilt að Díana hafi látist í bílslysi, sem rekja má til ofsahraða og áfengis- og lyfjaneyslu bílstjórans, hefur fjöldi annarra mistrúverðugra útskýringa náð fótfestu. Sumar þeirra segja að MI6, leyniþjónusta Bretlands, hafi átt hlut að máli með skipunum frá Filippusi prins, og jafnvel með vitund og vilja Tony Blair sem þá var nýtekinn við sem forsætisráðherra Bretlands. Samsæriskenningasmiðir, með Mohamed fremstan í flokki, hafa samið fjölda flókinna frásagna af atburðunum þessa örlgararíku nótt í París. Sumir vilja meina að Díana hafi sviðsett eigin dauða og aðrir að vopnaframleiðendur hafi viljað hana feiga vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ósamræmi í opinberum rannsóknum Máli sínu til stuðnings vísa kenningasmiðirnir gjarnan til ýmiss konar ósamræmis í opinberum rannsóknum á málinu. Þó að þessum grunsemdum hafi verið hafnað í mörgum rannsóknum og skýrslum, þar á meðal rannsókn sem leiddi í ljós árið 2008 að dauða þeirra mætti rekja til stórfellds gáleysis bílstjóra þeirra, Henri Paul, og ágengrar eftirsóknar eltismella, hefur aldrei tekist að kveða þessar kenningar í kútinn. Í kjölfar nýlegrar afhúpunar BBC af meintum kynferðisbrotum Mohamed Al-Fayed hafa vaknað auknar efasemdir um trúverðugleika Al-Fayed og frásagna hans. En sumir samsæriskenningasmiðir hafa svo þvert á móti haldið því fram að ásakanirnar hafi beinlínis verið settar fram til þess að gera Al-Fayed tortryggilegan í viðleitni til að bæla niður frekari rannsóknir á dauða Díönu. Skuggavaldið hefur slegið í gegn og nú eru þrír þættir aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Bretland Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira