Má ekki eyða myndböndum sem mátti ekki taka Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 11:18 Fiskistofa notar reglulega dróna til að fylgjast með sjófarendum. Það má núna en mátti ekki fyrir lagabreytingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Sigurjón Fiskistofa braut persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna. Reglur um opinber skjalasöfn koma þó í veg fyrir að Fiskistofa megi eyða myndböndunum. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra. Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra.
Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01