Fríar skólamáltíðir séu skammgóður vermir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2024 12:01 Verð í mötuneytum lækkaði um 35,9% milli mánaða og er verðlækunnin að miklu leyti vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu. Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“ Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“
Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira