„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 12:32 Banaslys varð á Sæbraut í nótt þegar fólksbifreið var ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira