Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. október 2024 07:00 Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun