„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 12:42 Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári. aðsend. Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram en í ár er sérstök áhersla á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir hönnunar og nýsköpunar. Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar og forvígismaður hátíðarinnar, segir að hátíðin sé í raun ráðstefna, málþing og tónlistarhátíð allt í senn. Þingið eigi erindi við alla „Við erum að fá rosalega flott fólk til að tala um allt frá hönnun og tónlist í tölvuleikjagerð, myndmál í þungarokki, nýja hljóðsköpunartækni nýsköpunarfyrirtækja og alls konar fleira. Bang & Olufsen að tala um nútíð, fortíð og framtíð í efnum og hátalartækni,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Stefán segir þingið eiga erindi við alla og sé ekki aðeins fyrir hönnuði eða tónlistarfólk. Hann hvetur sem flesta til að mæta og minnir á að frítt sé inn á alla viðburði hátíðarinnar. „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur, það er rúmið sem við stöndum upp úr morgnanna, úrið sem er á höndinni og byggingin sem við erum í. Þetta eru allt saman hönnuðir sem hanna allt í kringum okkur og þar með talið í tónlist.“ Silent disco á bát Hann segir dagskrána í ár vera þá veglegustu og vonast til þess að festa hátíðina í sessi sem stærsta viðburð hönnunar hér á landi. „Það er hægt að mæta á einn viðburð eða alla viðburðina. Síðan eru líka svona upplifanir. Það verða tónleikar í höfninni og það verður Silent disco á bát í kvöld.“ Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Eitt af lykilmarkmiðum hátíðarinnar sé að koma fólki úr ólíkum áttum saman. „Það er í rauninni að auka menningarlíf og skapandi störf í byggðum landsins. Á sama tíma og við hvetjum til samstarfs nýsköpunarþenkjandi fólks á sviði hönnunar.“ Dagskrá á Hönnunarþingi á Húsavík.aðsend Norðurþing Tíska og hönnun Nýsköpun Tónlist Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram en í ár er sérstök áhersla á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir hönnunar og nýsköpunar. Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar og forvígismaður hátíðarinnar, segir að hátíðin sé í raun ráðstefna, málþing og tónlistarhátíð allt í senn. Þingið eigi erindi við alla „Við erum að fá rosalega flott fólk til að tala um allt frá hönnun og tónlist í tölvuleikjagerð, myndmál í þungarokki, nýja hljóðsköpunartækni nýsköpunarfyrirtækja og alls konar fleira. Bang & Olufsen að tala um nútíð, fortíð og framtíð í efnum og hátalartækni,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Stefán segir þingið eiga erindi við alla og sé ekki aðeins fyrir hönnuði eða tónlistarfólk. Hann hvetur sem flesta til að mæta og minnir á að frítt sé inn á alla viðburði hátíðarinnar. „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur, það er rúmið sem við stöndum upp úr morgnanna, úrið sem er á höndinni og byggingin sem við erum í. Þetta eru allt saman hönnuðir sem hanna allt í kringum okkur og þar með talið í tónlist.“ Silent disco á bát Hann segir dagskrána í ár vera þá veglegustu og vonast til þess að festa hátíðina í sessi sem stærsta viðburð hönnunar hér á landi. „Það er hægt að mæta á einn viðburð eða alla viðburðina. Síðan eru líka svona upplifanir. Það verða tónleikar í höfninni og það verður Silent disco á bát í kvöld.“ Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Eitt af lykilmarkmiðum hátíðarinnar sé að koma fólki úr ólíkum áttum saman. „Það er í rauninni að auka menningarlíf og skapandi störf í byggðum landsins. Á sama tíma og við hvetjum til samstarfs nýsköpunarþenkjandi fólks á sviði hönnunar.“ Dagskrá á Hönnunarþingi á Húsavík.aðsend
Norðurþing Tíska og hönnun Nýsköpun Tónlist Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira