Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 10:30 Lebron James setti upp hindrun fyrir son sinn Bronny sem hlóð í þrigga stiga tilraun gegn Phoenix Suns. Vísir/Getty LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“ NBA Körfubolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“
NBA Körfubolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira