Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 10:30 Lebron James setti upp hindrun fyrir son sinn Bronny sem hlóð í þrigga stiga tilraun gegn Phoenix Suns. Vísir/Getty LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“ NBA Körfubolti Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“
NBA Körfubolti Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti