Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar 8. október 2024 09:30 Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun