Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir skrifa 8. október 2024 14:30 Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar