Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 9. október 2024 11:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn tveimur fyrrverandi kærustum sínum og gegn slökkviliðsmanni. Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna. Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna.
Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira