Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 15:48 Tómlegt verður í Laugardalslaug á meðan bilunin er í gangi. vísir/vilhelm Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Laugardalslaugar. Þar segir: „Lokað er í öllum sundlaugum Reykjavíkur vegna bilunar á Nesjavöllum. Við látum vita þegar skýrist betur hvenær hægt er að opna á ný.“ Fólk er í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur hvatt til að fara sparlega með heita vatnið vegna bilunar. „Bilun varð í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun sem orsakaði skerta framleiðslu á heitu vatni. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur,“ segir í tilkynningunni. „Það sem við eigum við þegar við hvetjum fólk til þess að fara sparlega með vatnið er ekki að fólk sleppi því að fara í sturtu. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk reyni að halda varmanum inni í húsum sínum og sé ekki með glugga opna að óþörfu eða láti renna í pottinn á meðan á viðgerðinni stendur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Þá hafi Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er. Þetta séu þeir viðskiptavinir sem kaupi heitt vatn á afslætti gegn því að þegar ástand líkt og hér um ræðir skapist, hafi Veitur heimild til skerðinga. „Við erum að reka tvær hitaveitur á höfuðborgarsvæðinu og það er hlutverk okkar að gera allt sem við getum til þess að halda þeim í jafnvægi. Að biðla til fólks um að minnka notkun og halda hitanum inni er liður í því að tryggja þetta jafnvægi.“ Frekari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggja fyrir. Uppfært klukkan 16:00 Tilkynning frá Reykjavíkurborg: Vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku Náttúrunnar er nú skert flæði á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Vegna þessa hefur Reykjavíkurborg lokað öllum sínum átta sundlaugum og óljóst er hvenær hægt verður að opna þær aftur. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur. Veitur höfðu samband við sína stærstu viðskiptavini með ósk um að heitavatnsnotkun yrði lágmörkuð eins mikið og hægt er til setja heimili og viðkvæma starfsemi í forgang. Reykjavíkurborg hefur orðið við þeirri beiðni og hefur sundlaugum því verið lokað og gervigrasvellir stilltir á lægstu stillingu. Uppfært klukkan 20:41 Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tilkynntu líka um lokun sundlauga og því var fyrirsögn og frétt breytt í samræmi við það. Sundlaugar Reykjavík Vatn Orkumál Tengdar fréttir Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu. 9. október 2024 12:44 Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9. október 2024 07:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Laugardalslaugar. Þar segir: „Lokað er í öllum sundlaugum Reykjavíkur vegna bilunar á Nesjavöllum. Við látum vita þegar skýrist betur hvenær hægt er að opna á ný.“ Fólk er í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur hvatt til að fara sparlega með heita vatnið vegna bilunar. „Bilun varð í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun sem orsakaði skerta framleiðslu á heitu vatni. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur,“ segir í tilkynningunni. „Það sem við eigum við þegar við hvetjum fólk til þess að fara sparlega með vatnið er ekki að fólk sleppi því að fara í sturtu. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk reyni að halda varmanum inni í húsum sínum og sé ekki með glugga opna að óþörfu eða láti renna í pottinn á meðan á viðgerðinni stendur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Þá hafi Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er. Þetta séu þeir viðskiptavinir sem kaupi heitt vatn á afslætti gegn því að þegar ástand líkt og hér um ræðir skapist, hafi Veitur heimild til skerðinga. „Við erum að reka tvær hitaveitur á höfuðborgarsvæðinu og það er hlutverk okkar að gera allt sem við getum til þess að halda þeim í jafnvægi. Að biðla til fólks um að minnka notkun og halda hitanum inni er liður í því að tryggja þetta jafnvægi.“ Frekari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggja fyrir. Uppfært klukkan 16:00 Tilkynning frá Reykjavíkurborg: Vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku Náttúrunnar er nú skert flæði á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Vegna þessa hefur Reykjavíkurborg lokað öllum sínum átta sundlaugum og óljóst er hvenær hægt verður að opna þær aftur. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur. Veitur höfðu samband við sína stærstu viðskiptavini með ósk um að heitavatnsnotkun yrði lágmörkuð eins mikið og hægt er til setja heimili og viðkvæma starfsemi í forgang. Reykjavíkurborg hefur orðið við þeirri beiðni og hefur sundlaugum því verið lokað og gervigrasvellir stilltir á lægstu stillingu. Uppfært klukkan 20:41 Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tilkynntu líka um lokun sundlauga og því var fyrirsögn og frétt breytt í samræmi við það.
Sundlaugar Reykjavík Vatn Orkumál Tengdar fréttir Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu. 9. október 2024 12:44 Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9. október 2024 07:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu. 9. október 2024 12:44
Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9. október 2024 07:29