„Naut þessa leiks í botn“ Gunnar Gunnarsson skrifar 10. október 2024 23:14 Viðar Örn í ham á hliðarlínunni í fyrra Vísir/Bára Dröfn Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil. „Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
„Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira