Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. október 2024 09:03 Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun