Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar 11. október 2024 15:01 Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar