Uppgjörið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Siggeir Ævarsson skrifar 12. október 2024 21:14 Jason Gigliotti fór á kostum í kvöld, 26 stig, 12 fráköst og tvö varin skot Vísir/Viktor Freyr Grindavík vann öruggan tólf stiga sigur á Haukum í Bónus-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Heimanenn voru eflaust staðráðnir í að spila betur en í fyrsta leik tímabilsins sem tapaðist með tæpum 30 stigum en Grindvíkingar voru hins vegar bara of stór biti fyrir Hauka að kyngja í kvöld. Það var nokkuð jafnfræði með liðunum í blábyrjun, en Grindvíkingar leiddu engu að síður með átta eftir fyrsta leikhluta, 16-24. Ég veit ekki hvað Maté sagði við sína menn á milli leikhluta en það bar í það minnsta engan árangur. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta á að skora 13 stig án svars frá Haukum og gerðu í raun nokkurn veginn út um leikinn. Haukar áttu engin svör sóknarlega en eftir að hafa sett þrjá þrista í byrjun leiks settu þeir engan í öðrum leikhluta og nýtingin komin í 18 prósent. Daniel Morten og Steeve Ho You Fat takast áVísir/Viktor Freyr Grindvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í fyrri hálfleik og leiddu mjög örugglega í hálfleik, 29-50. Haukamenn virkuðu ögn líflegri í upphafi síðari hálfleiks en fimm fyrstu körfur Grindavíkur voru þristar svo að bilið minnkaði lítið sem ekkert. Haukar náðu alls að minnka bilið um eitt stig, staðan 54-74 fyrir lokaátökin og Grindvíkingar virtust bara vera að bíða eftir því að leikurinn kláraðist á þessum tímapunkti. Tyson Jolly hlustar á fyrirmæli frá MatéVísir/Viktor Freyr Fjórði leikhluti leið síðan hjá án mikilla flugeldasýninga og Grindvíkingar fóru með öruggan sigur af hólmi, lokatölur 92-80. Lokatölurnar gefa engan veginn rétta mynd af leiknum og hefði sigur Grindvíkinga getað orðið mun stærri ef þeir hefðu nennt að klára leikinn af krafti. Atvik leiksins Hér ætla ég að færa til bókar í heild sinni 13-0 áhlaup Grindavíkur í upphafi annars leikhluta. Það gerði einfaldlega út um leikinn og Haukar sáu aldrei til sólar eftir það Stjörnur og skúrkar Jason Gigliotti færði sér það heldur betur í nyt að Maté lagði upp með að falla djúpt af honum og setti fjóra þrista í sex tilraunum. Alls skoraði hann 26 stig í kvöld, tók tólf fráköst og bætti við tveimur vörðum skotum. Devos Tomas lék við hvurn sinn fingurVísir/Viktor Freyr Devon Tomas kom næstur í stigaskori hjá Grindvíkingum með 23 stig, og var nálægt þrefaldri þrennu. Átta fráköst, sjö stoðsendingar en átta tapaðir boltar, flestir vegna kæruleysis, skyggja aðeins á frammistöðuna. DeAndre Kane hefur oft átt betri leiki en í kvöld. Hann fékk réttilega dæmda á sig tæknivillu fyrir að öskra í andlitið á dómara og fékk svo sína fimmtu villu undir lokin og lauk þar með leik með 13 stig og sjö stoðsendingar. DeAndre Kane hefur átt betri kvöldVísir/Viktor Freyr Hjá Haukum var Steeve Ho You Fat hvað skástur sóknarlega og skilaði 19 stigum. Þá átti Hilmar Arnarson góða innkomu af bekknum og skoraði 14 stig. Skúrkur kvöldsins hlýtur að vera atvinnumaðurinn Seppe D'espallier sem skoraði aðeins fjögur stig og tók fjögur fráköst Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Federick Alfred Capellan. Þeir komust vel frá leiknum að stærstum hluta og gaman að sjá Federick mættan á fullu að dæma í efstu deild. Stemming og umgjörð Það var búið að kveikja upp í grillinu og henda djúsí borgurum á það löngu fyrir leik og þá getur maður nú varla kvartað á laugardagskvöldi! Það var vel mætt í stúkuna í kvöld, þá ekki síst af Grindvíkingum sem mættu vel og voru með læti. Það var aftur á móti álíka mikið líf yfir stuðningsmönnum Hauka og leikmönnum þeirra á vellinum. Viðtöl Jóhann Þór: „Hefðum alveg mátt klára þetta með aðeins meiri reisn“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var fyrst og fremst sáttur með stigin tvö en fannst heilt yfir ekki mikið til koma hjá sínum mönnum í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var alveg flottur í vissum skilningi. Fyrstu svona 12-13 mínúturnar voru bara mjög góðar og alveg til fyrirmyndir. En svo einhvern veginn flattist þetta bara út. Ábyggilega hundleiðinlegt á að horfa og allt það. En við tókum tvö stig og það er það sem skiptir máli. Mér fannst mínir menn einhvern veginn bara ekki bera virðingu fyrir verkefninu á löngum köflum. Í seinni hálfleik komu alveg glefsur sem var nóg í kvöld.“ Jóhann tók undir greiningu blaðamanns, að 13-0 áhlaupið hefði í raun gert út um leikinn. „Já, þarna í byrjun annars leikhluta þá einhvern veginn svona fjarar þetta út. Þetta eru tveir punktar og hver sigur í þessari deild skiptir rosalega miklu máli og við tökum það út úr þessum leik í kvöld.“ Jason Gigliotti, miðherji Grindavíkur, virðist búa yfir stóru vopnabúri en hann lét þristunum rigna í kvöld. „Hann á þetta til. Ég held að hann hafi klikkað úr tveimur og þeir voru báðir víðsfjarri. Það er í ökkla eða eyra, getum orðað það þannig.“ Grindvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og Jóhann fagnar því. „Algjörlega. Við eigum risa verkefni á fimmtudaginn. Fáum Hattarmenn í heimsókn í Smárann, þeir hafa farið gríðarlega vel af stað. Við þurfum að eiga góða viku og undirbúa okkur vel og vera klárir á fimmtudaginn.“ Það má kannski segja að sá leikur sé fyrsti alvöru prófsteinn liðsins í vetur? „Það má alveg segja það, með fullri virðingu fyrir Haukum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik þá var deildin jöfn í fyrra en hún er jafnari í ár. Hver leikur er bara gríðarlega mikilvægur í þessari baráttu. Við hefðum alveg getað komið hingað með hangandi haus og þetta hefði getað orðið leikur. Við gerðum vel í að byrja vel og í raun drepa leikinn í fæðingu. Hefðum samt alveg mátt klára þetta með aðeins meiri reisn.“ Jóhann Árni Ólafsson, sem ætlaði að söðla um og réð sig til starfa hjá Hetti, var mættur aftur á bekkinn hjá Grindavík í kvöld sem aðostðarþjálfari. Jóhann er hæstánægður með að fá nafna sinn aftur til starfa. „Það er bara „home sweet home“. Hann var óákveðnasti maður í heimi um tíma en ég bara ofboðslega ánægður. Þetta hefur verið mjög gott og farsælt samstarf síðustu tvö ár. Hann á bara eftir að koma betur og betur inn í þetta. En hann veit svo sem alveg að hverju hann gengur. Þetta er bara geggjað og ég er mjög sáttur.“ Bónus-deild karla Haukar UMF Grindavík
Grindavík vann öruggan tólf stiga sigur á Haukum í Bónus-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Heimanenn voru eflaust staðráðnir í að spila betur en í fyrsta leik tímabilsins sem tapaðist með tæpum 30 stigum en Grindvíkingar voru hins vegar bara of stór biti fyrir Hauka að kyngja í kvöld. Það var nokkuð jafnfræði með liðunum í blábyrjun, en Grindvíkingar leiddu engu að síður með átta eftir fyrsta leikhluta, 16-24. Ég veit ekki hvað Maté sagði við sína menn á milli leikhluta en það bar í það minnsta engan árangur. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta á að skora 13 stig án svars frá Haukum og gerðu í raun nokkurn veginn út um leikinn. Haukar áttu engin svör sóknarlega en eftir að hafa sett þrjá þrista í byrjun leiks settu þeir engan í öðrum leikhluta og nýtingin komin í 18 prósent. Daniel Morten og Steeve Ho You Fat takast áVísir/Viktor Freyr Grindvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í fyrri hálfleik og leiddu mjög örugglega í hálfleik, 29-50. Haukamenn virkuðu ögn líflegri í upphafi síðari hálfleiks en fimm fyrstu körfur Grindavíkur voru þristar svo að bilið minnkaði lítið sem ekkert. Haukar náðu alls að minnka bilið um eitt stig, staðan 54-74 fyrir lokaátökin og Grindvíkingar virtust bara vera að bíða eftir því að leikurinn kláraðist á þessum tímapunkti. Tyson Jolly hlustar á fyrirmæli frá MatéVísir/Viktor Freyr Fjórði leikhluti leið síðan hjá án mikilla flugeldasýninga og Grindvíkingar fóru með öruggan sigur af hólmi, lokatölur 92-80. Lokatölurnar gefa engan veginn rétta mynd af leiknum og hefði sigur Grindvíkinga getað orðið mun stærri ef þeir hefðu nennt að klára leikinn af krafti. Atvik leiksins Hér ætla ég að færa til bókar í heild sinni 13-0 áhlaup Grindavíkur í upphafi annars leikhluta. Það gerði einfaldlega út um leikinn og Haukar sáu aldrei til sólar eftir það Stjörnur og skúrkar Jason Gigliotti færði sér það heldur betur í nyt að Maté lagði upp með að falla djúpt af honum og setti fjóra þrista í sex tilraunum. Alls skoraði hann 26 stig í kvöld, tók tólf fráköst og bætti við tveimur vörðum skotum. Devos Tomas lék við hvurn sinn fingurVísir/Viktor Freyr Devon Tomas kom næstur í stigaskori hjá Grindvíkingum með 23 stig, og var nálægt þrefaldri þrennu. Átta fráköst, sjö stoðsendingar en átta tapaðir boltar, flestir vegna kæruleysis, skyggja aðeins á frammistöðuna. DeAndre Kane hefur oft átt betri leiki en í kvöld. Hann fékk réttilega dæmda á sig tæknivillu fyrir að öskra í andlitið á dómara og fékk svo sína fimmtu villu undir lokin og lauk þar með leik með 13 stig og sjö stoðsendingar. DeAndre Kane hefur átt betri kvöldVísir/Viktor Freyr Hjá Haukum var Steeve Ho You Fat hvað skástur sóknarlega og skilaði 19 stigum. Þá átti Hilmar Arnarson góða innkomu af bekknum og skoraði 14 stig. Skúrkur kvöldsins hlýtur að vera atvinnumaðurinn Seppe D'espallier sem skoraði aðeins fjögur stig og tók fjögur fráköst Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Federick Alfred Capellan. Þeir komust vel frá leiknum að stærstum hluta og gaman að sjá Federick mættan á fullu að dæma í efstu deild. Stemming og umgjörð Það var búið að kveikja upp í grillinu og henda djúsí borgurum á það löngu fyrir leik og þá getur maður nú varla kvartað á laugardagskvöldi! Það var vel mætt í stúkuna í kvöld, þá ekki síst af Grindvíkingum sem mættu vel og voru með læti. Það var aftur á móti álíka mikið líf yfir stuðningsmönnum Hauka og leikmönnum þeirra á vellinum. Viðtöl Jóhann Þór: „Hefðum alveg mátt klára þetta með aðeins meiri reisn“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var fyrst og fremst sáttur með stigin tvö en fannst heilt yfir ekki mikið til koma hjá sínum mönnum í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var alveg flottur í vissum skilningi. Fyrstu svona 12-13 mínúturnar voru bara mjög góðar og alveg til fyrirmyndir. En svo einhvern veginn flattist þetta bara út. Ábyggilega hundleiðinlegt á að horfa og allt það. En við tókum tvö stig og það er það sem skiptir máli. Mér fannst mínir menn einhvern veginn bara ekki bera virðingu fyrir verkefninu á löngum köflum. Í seinni hálfleik komu alveg glefsur sem var nóg í kvöld.“ Jóhann tók undir greiningu blaðamanns, að 13-0 áhlaupið hefði í raun gert út um leikinn. „Já, þarna í byrjun annars leikhluta þá einhvern veginn svona fjarar þetta út. Þetta eru tveir punktar og hver sigur í þessari deild skiptir rosalega miklu máli og við tökum það út úr þessum leik í kvöld.“ Jason Gigliotti, miðherji Grindavíkur, virðist búa yfir stóru vopnabúri en hann lét þristunum rigna í kvöld. „Hann á þetta til. Ég held að hann hafi klikkað úr tveimur og þeir voru báðir víðsfjarri. Það er í ökkla eða eyra, getum orðað það þannig.“ Grindvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og Jóhann fagnar því. „Algjörlega. Við eigum risa verkefni á fimmtudaginn. Fáum Hattarmenn í heimsókn í Smárann, þeir hafa farið gríðarlega vel af stað. Við þurfum að eiga góða viku og undirbúa okkur vel og vera klárir á fimmtudaginn.“ Það má kannski segja að sá leikur sé fyrsti alvöru prófsteinn liðsins í vetur? „Það má alveg segja það, með fullri virðingu fyrir Haukum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik þá var deildin jöfn í fyrra en hún er jafnari í ár. Hver leikur er bara gríðarlega mikilvægur í þessari baráttu. Við hefðum alveg getað komið hingað með hangandi haus og þetta hefði getað orðið leikur. Við gerðum vel í að byrja vel og í raun drepa leikinn í fæðingu. Hefðum samt alveg mátt klára þetta með aðeins meiri reisn.“ Jóhann Árni Ólafsson, sem ætlaði að söðla um og réð sig til starfa hjá Hetti, var mættur aftur á bekkinn hjá Grindavík í kvöld sem aðostðarþjálfari. Jóhann er hæstánægður með að fá nafna sinn aftur til starfa. „Það er bara „home sweet home“. Hann var óákveðnasti maður í heimi um tíma en ég bara ofboðslega ánægður. Þetta hefur verið mjög gott og farsælt samstarf síðustu tvö ár. Hann á bara eftir að koma betur og betur inn í þetta. En hann veit svo sem alveg að hverju hann gengur. Þetta er bara geggjað og ég er mjög sáttur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti