Ekkert bendi til þess að innrauðar sánur séu betri en venjulegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2024 09:06 Þórarinn Sveinsson lífeðlisfræðingur telur að margt sem skrifað er um innrauðar sánur í auglýsingaskyni, eins og sést á meðfylgjandi mynd, séu markaðsbrellur. Ekkert bendi í það minnsta til þess að innrauðar sánur standi hefðbundnum sánum framar. Vísir/hjalti Prófessor emeritus í lífeðlisfræði segir ekkert benda til þess að innrauðar sánur, sem njóta síaukinna vinsælda hér á landi, virki betur en hefðbundin gufuböð eða heitir pottar. Upplýsingaóreiða virðist ríkja hjá mörgum sem bjóða upp á innrauðar sánur. Innrauðar sánur, eins og fréttamaður skellti sér í (sjá í spilaranum hér fyrir neðan), hafa sprottið upp eins og gorkúlur á Íslandi síðustu misseri. Í slíkum sánum er enginn ofn sem gefur frá sér hita heldur kemur hitinn yfirleitt úr plötum sem gefa frá sér innrauða geisla. Sá hátturinn var í það minnsta hafður á í innrauðu sánunni sem fréttamaður prófaði. Í venjulegri sánu fáum við raunar líka hita frá innrauðum geislum en meirihluti varmans kemur úr gufunni í loftinu. Geislarnir eru hins vegar einir um hituna í innrauðum sánum. „Þeir eru náttúrulega alls staðar í kringum okkur, þessir hitageislar. Við fáum þá úr sólinni og þeir eru í ofnunum okkar líka,“ segir Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Grennandi og eiturefnalosandi? Þeir sem bjóða upp á innrauðar sánur fullyrða gjarnan að innrauðu geislarnir séu allra meina bót. Þeir eru sagðir grennandi, minnka appelsínuhúð og losa eiturefni úr líkamanum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er gjarnan talað um að innrauðir geislar „hiti líkamann innan frá“, hitinn smjúgi jafnvel allt að fjóra og hálfan sentímetra inn í líkamann. Samkvæmt upplýsingum frá Geislavörnum ríkisins komast innrauðar bylgjur ekki dýpra en sex millímetra ofan í húðina og stærstur hluti þeirra endurkastist raunar af húðinni áður. Þórarinn kveðst þó hafa lesið rannsókn þar sem fram kemur að geislarnir nái tvo til þrjá sentímetra inn í húðina. En, hann er samt sem áður á því að fullyrðingar í umræddum auglýsingum séu að miklu leyti markaðsbrellur. „Mér finnst það líklegt, jú. Allavega er ekkert í mínum fræðum, ekkert í þekkingu okkar, sem styður að innrauðu geislarnir séu eitthvað framar því að fara í venjulega sánu, eða fara í heita pottinn eða nota heita bakstra. En ég segi aftur, það þarf bara að rannsaka þetta betur,“ segir Þórarinn. Hann bendir þó á að vísbendingar séu um að svitamyndun hjá gestum innrauðra sána sé fáeinum mínútum hraðari en hjá þeim sem sækja hefðbundnar sánur. „En stundum gerast góðir hlutir hægt. Þannig að það er ekki endilega víst að hraðinn sé til bóta.“ Þórarinn leggur áherslu á að þeir sem stundi hvers kyns sánur, gufuböð eða heita potta hafi þann háttinn á sem þeim finnst bestur. Þannig séu innrauðar sánur ágætar til síns brúks, eins og aðrar hefðbundari leiðir sem farnar eru til að hita líkamann. Sundlaugar Heilsa Tengdar fréttir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. 3. október 2024 12:02 Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1. október 2024 00:21 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Innrauðar sánur, eins og fréttamaður skellti sér í (sjá í spilaranum hér fyrir neðan), hafa sprottið upp eins og gorkúlur á Íslandi síðustu misseri. Í slíkum sánum er enginn ofn sem gefur frá sér hita heldur kemur hitinn yfirleitt úr plötum sem gefa frá sér innrauða geisla. Sá hátturinn var í það minnsta hafður á í innrauðu sánunni sem fréttamaður prófaði. Í venjulegri sánu fáum við raunar líka hita frá innrauðum geislum en meirihluti varmans kemur úr gufunni í loftinu. Geislarnir eru hins vegar einir um hituna í innrauðum sánum. „Þeir eru náttúrulega alls staðar í kringum okkur, þessir hitageislar. Við fáum þá úr sólinni og þeir eru í ofnunum okkar líka,“ segir Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Grennandi og eiturefnalosandi? Þeir sem bjóða upp á innrauðar sánur fullyrða gjarnan að innrauðu geislarnir séu allra meina bót. Þeir eru sagðir grennandi, minnka appelsínuhúð og losa eiturefni úr líkamanum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er gjarnan talað um að innrauðir geislar „hiti líkamann innan frá“, hitinn smjúgi jafnvel allt að fjóra og hálfan sentímetra inn í líkamann. Samkvæmt upplýsingum frá Geislavörnum ríkisins komast innrauðar bylgjur ekki dýpra en sex millímetra ofan í húðina og stærstur hluti þeirra endurkastist raunar af húðinni áður. Þórarinn kveðst þó hafa lesið rannsókn þar sem fram kemur að geislarnir nái tvo til þrjá sentímetra inn í húðina. En, hann er samt sem áður á því að fullyrðingar í umræddum auglýsingum séu að miklu leyti markaðsbrellur. „Mér finnst það líklegt, jú. Allavega er ekkert í mínum fræðum, ekkert í þekkingu okkar, sem styður að innrauðu geislarnir séu eitthvað framar því að fara í venjulega sánu, eða fara í heita pottinn eða nota heita bakstra. En ég segi aftur, það þarf bara að rannsaka þetta betur,“ segir Þórarinn. Hann bendir þó á að vísbendingar séu um að svitamyndun hjá gestum innrauðra sána sé fáeinum mínútum hraðari en hjá þeim sem sækja hefðbundnar sánur. „En stundum gerast góðir hlutir hægt. Þannig að það er ekki endilega víst að hraðinn sé til bóta.“ Þórarinn leggur áherslu á að þeir sem stundi hvers kyns sánur, gufuböð eða heita potta hafi þann háttinn á sem þeim finnst bestur. Þannig séu innrauðar sánur ágætar til síns brúks, eins og aðrar hefðbundari leiðir sem farnar eru til að hita líkamann.
Sundlaugar Heilsa Tengdar fréttir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. 3. október 2024 12:02 Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1. október 2024 00:21 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. 3. október 2024 12:02
Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1. október 2024 00:21