Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 11:35 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndarinnar, sagði frá stöðunni í málefnum bæjarins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Bylgjan Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent