Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson reif upp stemninguna og kveikti nánast í kofanum með sinni einstöku framkomu.
Auk þess var boðið upp á skemmtun frá Sirkusi Íslands, Siggu Kling og Blaðraranum, sem settu stemmtilegan svip á kvöldið.
Meðal gesta mátti sjá eitt nýjasta stjörnupar landsins, Ágúst Bent meðlim XXX Rottweilerhunda og Matthildi Matthíasdóttur fyrirsætu.
Ari Páll ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði gleðina.





















