Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 19:52 Kennarar eru ekki sáttir með Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru ummæli hans sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá kennarastéttinni. Í aðsendri grein á Vísi segir borgarstjóri að það sé einfaldlega hans skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að umræða fari fram um menntun og skólakerfið með opnum huga. Einar segir það ljóst að sjónarmið hans hafi ekki komist nægilega vel á framfæri í þeim myndbandsbút sem fór um netið eins og eldur í sínu og uppskar harkaleg viðbrögð kennarastéttarinnar. „Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum,“ segir Einar. „Eitthvað er að“ Hann segir að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til að bæta starfsaðstæður kennara ekki hafa skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi sé bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst á Norðurlöndum, í leikskólum hafi fermetrum á hvert barn fjölgað sem og undirbúningstímum og vinnuvikan stytt. „Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að,“ segir Einar. Tímabært að staldra við Borgarstjóri segir að honum hafi þótt mikilvægt á ráðstefnunni að draga þessi atriði fram. Hann hafi líka nefnt að það yrði að búa þannig um skólastarf að kennarar væru hamingjusamir í starfi. Hann spyr sig hvort tímabært sé að staldra við og skoða forsendurnar. „Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara,“ segir Einar. Reiðubúinn til samtals Hann segir umfangsmiklar breytingar standa yfir á íslensku menntakerfi og nefnir innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. „Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu,“ segir Einar. „Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri,“ segir hann að lokum. Kjaramál Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru ummæli hans sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá kennarastéttinni. Í aðsendri grein á Vísi segir borgarstjóri að það sé einfaldlega hans skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að umræða fari fram um menntun og skólakerfið með opnum huga. Einar segir það ljóst að sjónarmið hans hafi ekki komist nægilega vel á framfæri í þeim myndbandsbút sem fór um netið eins og eldur í sínu og uppskar harkaleg viðbrögð kennarastéttarinnar. „Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum,“ segir Einar. „Eitthvað er að“ Hann segir að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til að bæta starfsaðstæður kennara ekki hafa skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi sé bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst á Norðurlöndum, í leikskólum hafi fermetrum á hvert barn fjölgað sem og undirbúningstímum og vinnuvikan stytt. „Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að,“ segir Einar. Tímabært að staldra við Borgarstjóri segir að honum hafi þótt mikilvægt á ráðstefnunni að draga þessi atriði fram. Hann hafi líka nefnt að það yrði að búa þannig um skólastarf að kennarar væru hamingjusamir í starfi. Hann spyr sig hvort tímabært sé að staldra við og skoða forsendurnar. „Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara,“ segir Einar. Reiðubúinn til samtals Hann segir umfangsmiklar breytingar standa yfir á íslensku menntakerfi og nefnir innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. „Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu,“ segir Einar. „Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri,“ segir hann að lokum.
Kjaramál Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20
„Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08