Eigandi Clippers með mikla áherslu á fjölda klósetta í nýjustu höll NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 14:02 Steve Ballmer er oft mjög líflegur á hliðarlínunni hjá Los Angeles Clippers. Hann er körfuboltaáhugamaður fram í fingurgóma. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer hefur verið eigandi NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers í tíu ár og hefur nú séð til þess að félagið er loksins komið í sína eigin höll. Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti