Opna Grindavík öllum eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 13:44 Frá framkvæmdum í Grindavík í sumar. Holrými undir bænum voru kortlögð og fyllt var upp í sprungur. Vísir/Arnar Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira