Opna Grindavík öllum eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 13:44 Frá framkvæmdum í Grindavík í sumar. Holrými undir bænum voru kortlögð og fyllt var upp í sprungur. Vísir/Arnar Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira