Barnafátækt á Íslandi Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 17. október 2024 08:33 Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun