„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 12:02 Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1. Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira