„Finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2024 10:31 Jóhanna fer yfir lífshlaupið í nýrri bók sinni. Leikkonan Jóhanna Jónasdóttir sló rækilega í gegn sem leikkona bæði í sjónvarpsþáttum og á sviði bæði í New York og í Hollywood. En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar. Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Sjá meira
En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar.
Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Sjá meira