Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. október 2024 20:02 Sigurður Ólafur Sigurðsson hjá sýningunni sinni í Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024. „Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
„Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm
Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira