Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:19 Frá Grindavík. Vísir/Sigurjón Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira